Bókunarskilmálar
Bókunarskilyrði
1. Að gera bókun
1.1 Að gera bókun leyfir leigutaka að taka frá ökutæki í ákveðnum stærðarflokki, og valfrjálsa aukahluti ef við á, sem leigusali afhendir á ákveðnum tíma og stað og í umsamdan leigutíma, svo lengi sem leigutaki uppfyllir leiguskilmála.
2. Greiðslur
2.1 Sé bókað í gegnum vefsíður leigusala er hægt að velja að fyrirframgreiða bókun eða greiða á leigustöð. Ef leigutaki velur að fyrirframgreiða bókun er hann í leiðinni að veita Alp hf. heimild til þess að gjaldfæra kreditkort sitt fyrir þeirri upphæð sem í bókuninni er.
2.2 Ekki er hægt að fyrirframgreiða alla aukahluti sem bókaðir eru í gegnum vefsíður leigusala. Þeir eru þá greiddir á leigustöð.
2.3 Við upphaf leigu skal leigutaki framvísa kreditkorti á leigustöð (MasterCard, Visa eða American Express), sem sannarlega er í eigu leigutaka. Ekki er tekið við reiðufé, debetkortum eða fyrirframgreiddum kreditkortum.
2.4 Leigusali tekur heimild á kreditkortið er nemur áætluðum leigukostnaði auk mögulegs kostnaðar vegna aukahluta, eldsneytis og/eða umferðarsekta, ef við á. Við lok leigu er heimildin notuð til að greiða fyrir leiguna. Sé leiguverðið við lok leigu hærra en upphafleg heimild, sækir leigusali heimild fyrir eftirstöðvum leigunnar á sama kreditkort.
3. Breytingar á bókunum
3.1 Allar breytingar á bókunum eru háðar framboði á ökutækjum hverju sinni. Sé bókun breytt getur leiguverð breyst og gildir þá nýja verðið.
3.2 Sé bókun fyrirframgreidd og breyting á bókun felur í sér að verð verður lægra en búið er að fyrirframgreiða fæst ekki endurgreiðsla á mismun. Hægt er að nýta mismuninn til að greiða fyrir aukahluti.
3.3 Sé bókun fyrirframgreidd og leigutaki ákveður að enda leigu fyrr en bókun kveður á um fæst ekki endurgreiðsla á ónýttum dögum.
4. Gjafabréf
4.1 Aðeins er hægt að bóka með gjafabréfi í gegnum þjónustuver Avis, annað hvort með því að hringja í síma 591-4000 eða senda tölvupóst á avis@avis.is
4.2 Skilmálar varðandi notkun gjafabréfs koma fram á gjafabréfinu sjálfu.
4.3 Framvísa verður gjafabréfi á leigustöð við upphaf leigu. Einnig verður leigutaki að framvísa kreditkorti sbr. lið 2.3.
4.4 Ökumenn verða að uppfylla skilmála sbr. lið 6.
5. Afbókanir
5.1 Fyrirframgreiddar bókanir
Ef þú afbókar á sama degi og fyrirframgreidd bókun fer fram er ekkert afbókunargjald tekið og full endurgreiðsla fæst.
Sé fyrirframgreiddur bíll afbókaður 2 dögum fyrir áætlaðan leigudag fæst full endurgreiðsla að frádregnu afbókunargjaldi 5.500 kr.
Sé fyrirvarinn minni en 2 dagar frá því að leigutímabil hefst verður kostnaður að andvirði þriggja leigudaga innheimtur. Ef leigutímabil er stryttra en 3 dagar, mun allur kostnaður leigunnar vera innheimtur.
5.2 Ekki fyrirframgreiddar bókanir
Ekkert afbókunargjald er tekið á þeim bókunum sem ekki eru fyrirframgreiddar, en ef leigutaki kemur ekki á tilætluðum leigudegi er innheimt 7.000 krónur í umsýslugjald (svokallað "no show fee").
6. Aldur og ökuréttindi
6.1 Fólksbílar: ökumaður skal vera orðinn að minnsta kosti 20 ára og skal hafa haft ökuréttindi í minnst eitt ár áður en til leigu kemur. Fyrir ökumenn sem eru 18-19 ára skal greitt sérstakt gjald fyrir unga ökumenn, samkvæmt verðskrá leigusala.
6.2 Jepplingar, jeppar: ökumaður skal vera orðinn að minnsta kosti 23 ára og skal hafa haft ökuréttindi í minnst eitt ár áður en til leigu kemur. Fyrir ökumenn sem eru 20-22 ára skal greitt sérstakt gjald fyrir unga ökumenn, samkvæmt verðskrá leigusala.
6.3 Stærri jeppar og lúxusbílar: ökumaður skal vera orðinn að minnsta kosti 25 ára og skal hafa haft ökuréttindi í minnst þrjú ár áður en til leigu kemur. Fyrir ökumenn sem eru 23-24 ára skal greitt sérstakt gjald fyrir unga ökumenn, samkvæmt verðskrá leigusala.
6.4 Ökumaður skal framvísa ökuskírteini, sem hefur verið í gildi í minnst 1 ár (3 ár fyrir stærri jeppa og lúxusbíla). Hafi ökumaður haft ökuréttindi í meira en 1 ár (3 ár) en það kemur ekki fram á ökuskírteini hans skal ökumaður framvísa fyrri ökuskírteinum eða staðfestingu frá viðeigandi opinberri stofnun, sem sýnir upphaflegan útgáfudag ökuréttinda.
6.5 Ökumaður stærri bifreiða, sem samkvæmt lögum hverju sinni þarf aukin ökuréttindi til að aka, skal framvísa ökuskírteini sem uppfyllir slík skilyrði við gerð leigusamnings.
6.6 Ökumaður skal framvísa alþjóðlegu ökuskírteini eða vera með opinbera þýðingu á ökuskírteini
- sé ökuskírteinið ekki í latnesku letri, þ.e. í t.a.m. kínversku, arabísku, grísku, rússnesku, hebresku eða japönsku letri.
- sé ökuskírteinið gefið út utan Evrópu og Norður Ameríku.
6.7 Ofangreindar reglur gilda einnig um auka ökumenn og verða þeir að vera skráðir á leigusamning við upphaf leigu.
7. Seinkanir
7.1 Verði seinkun á flugi leigutaka sem gerir það að verkum að hann þarf að sækja bókað ökutæki utan hefðbundins opnunartíma leigustöðvar er ekki tekið aukagjald fyrir það svo lengi sem flugnúmer hafi verið skráð í bókunina.
7.2 Leigusali tryggir að bókað ökutæki sé til reiðu fyrir leigutaka í allt að 24 klst. eftir að áætlaður leigutími á að hefjast. Eftir þann tíma er ekki hægt að ábyrgjast að ökutækið sé til reiðu.
8. Almennir skilmálar
8.1 Leigutaka er óheimilt að flytja ökutækið úr landi.