Stefna um vafrakökur (e. cookies)
Almennar upplýsingar
Avis-vefsíðan notar vafrakökur (e.cookies). Vafrakaka er lítil textaskrá sem er geymd í vafranum þínum í tölvu eða skjátæki og safnar upplýsingum um notkun þína á milli síðna í vafranum. Avis notar nokkrar „fyrsta aðila“- vafrakökur sem eru búnar til og notaðar á Avis-vefsíðunni sem og nokkrar „þriðja aðila“- vafrakökur sem eru lagðar til af þriðja aðila. Kökurnar gera vefsíðunni kleift að að muna mikilvægar upplýsingar um bókun þína á meðan þú flakkar á milli síðna og ferð í gegnum bókunarferlið okkar og sýnir þ.a.l. ávallt viðeigandi og réttar upplýsingar um þær vörur og þjónustur sem þú hefur valið í ferlinu. Þær hjálpa okkur einnig til að skilja neytendahegðun þína á síðunni, sem þýðir að við getum persónusniðið heimsókn þína til okkar og sannreynt innskráningu þína.
Vafrakökur geta einungis geymt texta, sem ekki er hægt að rekja til nafns og eru oftast dulkóðaðar. Avis geymir aldrei neinar persónuupplýsingar í vafrakökunum sínum.
Hafa umsjón með kjörstillingum
Hvað eru vafrakökur?
Vafrakökur eru smáar textaskrár sem eru geymdar á tölvu þinni eða síma/skjátæki. Þær eru almennt notaðar til að fá vefsvæði til að virka eða til að starfa betur og skilvirkar. Kökurnar gera þetta vegna þess að vefsvæði geta lesið og skrifað í þessar skrár, sem gerir vefsvæðunum kleift að þekkja þig og muna mikilvægar upplýsingar sem gerir notkun þína á vefsvæðinu þægilegri.Vafrakökur eru öruggar – þær geyma eingöngu upplýsingar sem eru lagðar fram úr vafra notandans og sem hann hefur gefið upp sjálfur. Þær geta ekki innihaldið kóða né verið notaðar til að komast í tölvuna þína. Ef vefsíða dulkóðar upplýsingarnar í kökunni, getur eingöngu sú vefsíða lesið og notað gögnin.
Það eru tvenns konar vafrakökur til: „lotukökur“ og „viðvarandi“ kökur. Þær eru notaðar á mismunandi hátt og innihalda mismunandi upplýsingar.
„Lotukökur“ tengja aðgerðir þínar í einungis einni lotu. Þessi „lota“ hefst þegar vefsíðan er opnuð og lýkur þegar henni er lokað. Eftir það er kökunni varanlega eytt.
„Viðvarandi“ kökur innihalda upplýsingar sem geymast á milli heimsókna á vefsvæði. Kökurnar eru virkjaðar sjálfkrafa þegar þú heimsækir vefsvæðið aftur. Þessar upplýsingar gera vefsíðum kleift að þekkja að þú sért ekki nýr viðskiptavinur og aðlagar upplýsingar eftir því. „Viðvarandi“ kökur hafa ákveðinn líftíma sem er skilgreindur á hverri vefsíðu fyrir sig. Tímaramminn getur verið frá nokkrum mínútum yfir í nokkur ár.
Af hverju notum við vafrakökur?
Kökur eru notaðar á síðunni til að halda utan um mikilvægar upplýsingar um notkun þína á vefsvæðinu, halda utan um bókanir þínar og hvort þú sért skráður inn eða ekki. Þær eru notaðar til að geta birt viðeigandi vöru-og þjónustupplýsingar þegar þú flakkar um síðuna.Vefgreiningar-kökur, frá samstarfsaðilum okkar Google og Adobe, gerir okkur kleift að fylgjast með hvernig viðskiptavinir okkar nota síðuna. Þetta gefur okkur mikilvæga innsýn í hvernig bæta megi síðuna og þjónustuna sem við bjóðum upp á.
Við erum einnig í góðu samstarfi við aðila sem skrifa kökur fyrir þriðja aðila, sem eru síðan notaðar fyrir auglýsendur á öðrum síðum svo hægt sé að birta viðeigandi auglýsingar sem eru í takt við internetflakk notandans. Þessar kökur geyma engar persónulegar upplýsingar sem gerir öðrum síðum kleift að auðkenna þig, heldur eru þetta eingöngu gögn um hvaða síður notandi hefur verið að skoða.
Hvernig eyða skal kökum
Allir internetvafrar bjóða upp á að þú takmarkir notkun kaka eða slökkvir á þeim. Slíkt er gert í stillingum innan vafrans. Skrefin eru ólík eftir vöfrum, en þú getur fundið leiðbeiningar undir „Hjálp“ – möguleikanum í vafranum.Í vafranum er einnig hægt að sjá hvaða kökur eru í tölvunni þinni og eytt þá einstaka þeirra eða öllum.
Kökur eru eingöngu textaskrár svo að þú getur opnað þær og lesið innihaldið. Upplýsingarnar eru oftast dulkóðaðar eða birtast sem talnarunur og eru því óskiljanlegar nema fyrir síðurnar sem nota þær.
Ef þú slekkur á vafrakökum, er ekki hægt að taka frá bíl á Avis – síðunni. Slíkt mun einnig hindra að Avis getur fylgst með flakki þínu innan síðunnar, en mun ekki koma í veg fyrir að við þekkjum heimsókn þína.
Hvaða vafrakökur nota Avis-síðurnar?
„Lotukökurnar“ sem Avis býr til innihalda gögn um vafrann sem notandinn notar á síðunni, upplýsingar um bókanir þínar og kjörstillingar (fyrir viðskiptamannagrunn Avis).„Viðvarandi“ kökurnar sem Avis býr til eru nýttar til þriðja aðila sem eru samþykktir af Avis, og halda utan um umferð á síðuna og hvort notandi sé nýr á vefsvæðið eða ekki. Upplýsingarnar sem eru geymdar eru notaðar til að beina viðeigandi auglýsingum til þín á öðrum síðum að okkar beiðni. Það mun ekki hafa nein áhrif á upplifun þína á Avis-síðunni ef þessum kökum er eytt úr vafranum þínum.
Vafrakökur frá samstarfsaðilum
Avis.is
Tegund vafraköku - SjálfgefiðAvis notar vafrakökur sem eru nauðsynlegar til að gera heimókn þína á síðuna okkar sem þægilegasta. Þessar kökur gerir síðunni kleift að muna hvaða vörur þú hefur bætt við í körfuna þína. Upplýsingarnar fara aldrei til þriðja aðila og eru eingöngu notaðar í þessum tilgangi.
Adobe Analytics
Tegund vafraköku - SjálfgefiðAvis á í samstarfi við Adobe Analytics fyrir vefrýni og greiningu á viðskiptamannahegðun á síðunni. Gögnin sem safnast í þessum kökum eru nýtt til að bæta síðuna og vöru- og þjónustuframboð okkar sem byggist á hvar, hvenær og hvað viðskiptavinir okkar eru að skoða á síðunni. Adobe býr til bæði „viðvarandi“ kökur sem og „lotukökur“. Kökurnar geyma engar persónulegar upplýsingar. Það hefur engin áhrif á upplifun þína á síðunni ef þú eyðir þessum kökum.
Google Analytics
Tegund vafraköku - SjálfgefiðAvis á í samstarfi við Google Analytics fyrir vefrýni og greiningu á viðskiptamannahegðun á síðunni. Gögnin sem safnast í þessum kökum eru nýtt til að bæta síðuna og vöru- og þjónustuframboð okkar sem byggist á hvar, hvenær og hvað viðskiptavinir okkar eru að skoða á síðunni. Google Analytics býr til bæði „viðvarandi“ kökur sem og „lotukökur“. Kökurnar geyma engar persónulegar upplýsingar. Það hefur engin áhrif á upplifun þína á síðunni ef þú eyðir þessum kökum.
Maxymiser
Tegund vafraköku - bestun/fínstillingAvis starfar með Maxymiser til að prófa og finna besta efnið og upplifun fyrir notendur okkar. Kökurnar sem notaðar eru af Maxymiser gefa upplýsingar um hvaða upplifun notendur hafa haft á síðunni okkar og gerir okkur kleift að bjóða upp á svipaða upplifun þegar komið er aftur á síðuna okkar. Upplýsingarnar sem safnast í þessum kökum eru ekki persónutengdar og varðveita ekki persónuupplýsingar eða sérstök auðkenni viðskiptavinar. Þeim er aldrei deilt með þriðja aðila.
DoubleClick
Tegund vafraköku - bestun/fínstillingVið notum þessar kökur á örfáum síðum hjá okkur til þess að sjá hvort að viðskiptavinir okkar séu að koma frá ákveðnum síðum, leitarvélum eða netauglýsingum. Þær hjálpa okkur til að sjá hvernig fólk fann okkur og hvort markaðssetning okkar sé að virka.
Rocket Fuel
Tegund vafraköku - bestun/fínstillingVið notum þessar kökur á örfáum síðum hjá okkur til þess að sjá hvort að viðskiptavinir okkar séu að koma frá ákveðnum síðum, leitarvélum eða netauglýsingum. Þær hjálpa okkur til að sjá hvernig fólk fann okkur og hvort markaðssetning okkar sé að virka.