Spurningar og Svör
Algengar spurningar og svör
Ertu að velta einhverju fyrir þér? Hér eru svörin við algengustu spurningarnar. Ef þú finnur ekki svörin sem þú ert að leita að, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar í síma 591 4000 eða avis@avis.is.
Vinsamlegast athugaðu að gefa ekki upp kreditkortaupplýsingar þínar upp í skilaboðunum til okkar.
VELJA BIFREIÐ
Get ég valið mér nákvæmlega þann bíl sem ég vil leigja?
Vanalega velur þú bílflokk, en ekki sérstaka tegund af bíl eða árgerð. Í leitarniðurstöðum kemur fram bílflokkurinn sem þú kýst að velja, hvaða eiginleika bíllinn hefur, stærð og rými.
ELDSNEYTI
Fæ ég bílinn með fullum bensíntanki?
Já, allir bílaleigubílar eru leigðir út með fullan bensíntank. Þegar þú skilar bílnum getur þú valið um að:
- Fylla á tankinn áður en þú skilar bílnum. Ekkert gjald bætist við leiguna ef þú fyllir á tankinn sjálf/ur, jafnvel þótt þú hafir valið að panta fyrirframgreiddan bensíntank.
- Fyrirframgreiða bensínáfyllingu. Hægt er að greiða fyrirfram fyrir bensín á bílinn þegar þú sækir bíleleigubílinn þinn og sleppur þannig við að leita að bensínstöð og fylla á bílinn áður en þú skilar honum. Þú ert búin að borga fyrir áfyllinguna.
- Greiða við leiguskil. Ef þú skilar bílnum án þess að fylla á tankinn og hefur ekki kosið að greiða fyrirfram fyrir bensínáfyllingu getum við séð um áfyllinguna. Það er hins vegar tekið auka gjald fyrir þessa þjónustu svo að þessi valmöguleiki er í dýrastur fyrir þig.
GREIÐSLA
Ég gleymdi greiðslukortinu mínu; get ég sent ykkur ljósrit af greiðslukortinu mínu í tölvupósti?
Nei, því miður. Til þess að gæta fyllsta öryggis verðum við að sjá greiðslukortið og handhafa korts í eigin persónu. Við tökum ekki við ljósritum í gegnum tölvupóst né greiðslukortaupplýsingum í gegnum síma. Leigutaki þarf að skrifa undir leigusamning og ástandslýsingu bifreiðar áður en hann/hún samþykkir leigusamning og skilmála sem fylgir samningi.
Hvenær þarf ég að greiða fyrir bílaleigubílinn?
Ef þú bókar á netinu, getur þú annað hvort greitt á netinu eða þegar þú sækir bílinn.
Það eru einhverjar aukavörur og þjónusta sem ekki er hægt að greiða fyrir fyrr en þú sækir bílinn, eins og viðbótartryggingar en engar áhyggjur, við höldum allri aukavöru og þjónustu fyrir þig á pöntuninni.
Einnig er hægt að greiða á leigustöðinni. Þegar þú sækir bílinn þinn munum við renna kortinu þínu í gegn um kerfið okkar og skrá ábyrgð leigunnar á kreditkortið. Það er hins vegar ekki gjaldfært af kortinu fyrr en við skil á bíl.
Ekki gleyma að lesa vel yfir leiguskilmálana á leigusamningnum þínum. Þar er að finna allar þær upplýsingar sem þú þarft að vita um leiguna.
Það eru einhverjar aukavörur og þjónusta sem ekki er hægt að greiða fyrir fyrr en þú sækir bílinn, eins og viðbótartryggingar en engar áhyggjur, við höldum allri aukavöru og þjónustu fyrir þig á pöntuninni.
Einnig er hægt að greiða á leigustöðinni. Þegar þú sækir bílinn þinn munum við renna kortinu þínu í gegn um kerfið okkar og skrá ábyrgð leigunnar á kreditkortið. Það er hins vegar ekki gjaldfært af kortinu fyrr en við skil á bíl.
Ekki gleyma að lesa vel yfir leiguskilmálana á leigusamningnum þínum. Þar er að finna allar þær upplýsingar sem þú þarft að vita um leiguna.
Ég var að fá skilaboð frá bankanum mínum um að það sé búið að gjaldfæra greiðslukortið mitt um XX kr.
Við könnum ávallt hvort greiðslukort leigutaka sé virkt þegar til leigu kemur. Engin gjaldfærsla er gerð fyrr en leigubifreið er skilað en við höfum tekið upphæðina frá á greiðslukortinu (frystum upphæðina) svo það sé heimild fyrir úttektinni þegar að henni kemur. Þegar bílaleigubíl er skilað er gjaldfærsla framkvæmd af kortinu.
Hversu háa upphæð takið þið frá á greiðslukortinu mínu?
Við tökum frá þá upphæð sem nær yfir leigu á bíl, áætluðum kostnaði fyrir fullum tanki af eldsneyti og þeirri viðbótarþjónustu- og vörum sem þú hefur ekki greitt fyrirfram.
Ef þú óskar eftir að greiða allan kostnað þegar bíl er skilað, tökum við frá allan kostnaðinn á greiðslukortinu þínu.
Ef þú óskar eftir að greiða allan kostnað þegar bíl er skilað, tökum við frá allan kostnaðinn á greiðslukortinu þínu.
Hversu lengi er frátekna úttektarheimildin á greiðslukortinu virk?
Yfirleitt tekur það tvo daga til tvær vikur að losa um frátekna úttektarheimild fyrir leigunni. Það veltur á bankanum sem gefur út greiðslukortið. Við þekkjum hins vegar dæmi þar sem það tók allt upp undir fjórar vikur.
AUKAKOSTNAÐUR
Hversu mikill getur aukakostnaður verið?
Aukakostnaður getur komið til ef ófyrirsjáanleg atvik koma upp, eins og óhapp eða slys. Upphæðin sem til greiðslu kemur fer eftir bíltegund, í hvaða landi leigt er og hvort keypt hafi verið viðbótartrygging til að draga úr eigin fjárhagslegri ábyrgð.
Þegar þú leigir bíl hjá Avis, er kaskótrygging með Þjófnaðartryggingu sjálfkrafa inniaflin í leiguverði (e. CDW). Skyldutryggingu verður hver skráningarskyldur bíll að hafa samkvæmt lögum og samanstendur sú trygging af ábyrgðar- og slysatryggingu ökumanns og eigenda. Skyldutryggingin bætir allt það tjón sem verður af völdum ökutækisins. Þá bætir hún einnig það slys sem ökumaður verður fyrir við stjórn bílsins eða sem farþegi í eigin bíl. Þessi trygging gæti verið í boði sem viðbótartrygging í öðrum löndum.
Ekki gleyma að lesa vel yfir leiguskilmálana á leigusamningnum þínum. Þar er að finna allar þær upplýsingar sem þú þarft að vita um leiguna.
Þegar þú leigir bíl hjá Avis, er kaskótrygging með Þjófnaðartryggingu sjálfkrafa inniaflin í leiguverði (e. CDW). Skyldutryggingu verður hver skráningarskyldur bíll að hafa samkvæmt lögum og samanstendur sú trygging af ábyrgðar- og slysatryggingu ökumanns og eigenda. Skyldutryggingin bætir allt það tjón sem verður af völdum ökutækisins. Þá bætir hún einnig það slys sem ökumaður verður fyrir við stjórn bílsins eða sem farþegi í eigin bíl. Þessi trygging gæti verið í boði sem viðbótartrygging í öðrum löndum.
Ekki gleyma að lesa vel yfir leiguskilmálana á leigusamningnum þínum. Þar er að finna allar þær upplýsingar sem þú þarft að vita um leiguna.
Ég vil bæta auka ökumanni við leigusamninginn en hann mætir síðar. Get ég gefið upplýsingar um ökumann núna?
Nei, því miður. Við verðum að sjá ökuskirteini hjá auka ökumanni líka. Hins vegar er hægt að bæta auka ökumanni við hvenær sem er á leigutímabili á leigustöðum okkar um allt land. Sjá nánar hér.
LEIGJA BIFREIÐ
Ég gleymdi ökuskirteini mínu. Get ég samt leigt bíl? Getur fjölskyldan mín sent ykkur afrit af ökurskirteininu?
Því miður er ekki hægt að leigja út bíl til leigutaka nema að sjá ökuskirteini. Við tökum eingöngu við ljósrituðum afritum af ökuskirteini ef þau koma beint frá yfirvöldum í heimalandi leigutaka.