Tryggingaskilmálar á Íslandi
Tryggingaskilmálar og skilyrði (vátryggingarskilmálar)
Tryggingaskilmálar og skilyrði (Vátryggingaskilmálar)
1. Hvar og hvenær vátryggingaskilmálar eiga við
1.1. Vátryggingaskilmálarnir eru í gildi á Íslandi meðan á leigutímabilinu stendur.
1.2. Sé ferðin og leigutímabilið framlengt vegna ófyrirsjáanlegra og áríðandi ástæðna sem tryggður leigutaki (einnig nefndur „hinn tryggði“, „leigutaki“ eða „ökumaður“) hefur ekki stjórn á, skulu vátryggingaskilmálar gilda í einn (1) aukadag.
2. Tryggingavernd
2.1. Vátryggingaskilmálarnir veita þá vernd sem tilgreind er í leigusamningnum.
2.2. Vátryggingaskilmálarnir fela í sér tryggingu fyrir því líkamstjóni sem ökumaður veldur þriðja aðila og vegna skemmda á eigum af völdum ökutækisins (Ábyrgðartrygging). Slysatrygging fyrir ökumann sem veldur tjóni er einnig innifalin (Slysatrygging). Þessar tryggingar eru lögbundnar samkvæmt íslenskum lögum og reglugerðum.
2.3. Valfrjáls vernd
2.3.1. Kaskótrygging (e. Collision Damage Waiver, CDW) Kaskótrygging lækkar kostnað leigutaka komi til skemmda á ökutækinu og inniheldur aðeins lögbundna sjálfsábyrgðarupphæð sem gefin er upp í leigusamningi, að því undanskildu að tjónið sé tilkomið vegna þjófnaðar, innbrots eða tilvika sem útlistuð eru í 3.2.1. - 3.2.13 í þessari tryggingu. Þegar kaskótrygging er ekki tekin ber leigutaki fulla ábyrgð á öllu tjóni. Skaðabótaskylda getur numið heildarverðmæti ökutækisins.
2.3.2. Súperkaskótrygging (e. Super CDW) Hægt er að fá súperkaskótryggingu til viðbótar við kaskótrygginguna á leigustað. Þessi trygging lækkar lögbundna sjálfsábyrgðarupphæð sem gefin er upp í leigusamningi, að því undanskildu að tjónið sé tilkomið vegna þjófnaðar, innbrots eða tilvika sem útlistuð eru í greinum 3.2.1. – 3.2.13. Þegar súperkaskótrygging er ekki tekin ber leigutaki fulla ábyrgð á öllu tjóni. Skaðabótaskylda getur numið heildarverðmæti ökutækisins.
2.3.3. Þjófnaðartrygging (e. TP) Þjófnaðartrygging er innifalin í kaskótryggingu/súperkaskótryggingu og ekkert aukagjald er innheimt. Hún lækkar kostnað leigutakans vegna þjófnaðar eða innbrots í ökutækið í lögbundna sjálfsábyrgð sem gefin er upp í leigusamningnum. Tryggingin nær ekki til persónulegra eigna leigutakans eða farþega/farþeganna í leigða ökutækinu, sem tjón verður á vegna þjófnaðar eða innbrots. Þegar þjófnaðartrygging er ekki tekin getur skaðabótaskylda numið heildarverðmæti ökutækisins sem er stolið. Viðskiptavinurinn ber sjálfur ábyrgð á að tilkynna um þjófnað og innbrot til lögreglu.
2.3.4. Sand- og vindvernd (e. WGP) Sand- og vindvernd nær yfir skemmdir á ökutækinu sem verða vegna utanaðkomandi hluta, eins og öskueinda, sands, lítilla steina eða lausagrjóts sem fýkur á ökutækið í miklum vindi. Þessi trygging nær yfir skemmdir á lakki, rúðum, ljósum, plasthlutum, hjólbörðum og felgum. WGP lækkar kostnað leigutakans í sjálfsábyrgð sem gefin er upp í leigusamningnum.
2.3.5. Trygging vegna vegaaðstoðar (RSN) RSN dekkar kostnað sem leigutaki getur orðið fyrir vegna aðstoðar sem hann kann að þurfa vegna flutnings á bifreiðinni, ef rafgeymir bifreiðarinnar tæmist, ef lyklar bifreiðarinnar týnast eða eru læstir inn í bifreiðinni eða ef bifreiðin verður eldsneytislaus. Tímavinna, eldsneyti, aukalyklar og varahlutir eru ekki innifalin í RSN
2.4. Almennar ábyrgðartakmarkanir fyrir trygginguna Tryggingafélagið ber ekki ábyrgð á vátryggingaratburði sem sá tryggði hefur valdið við að aka ökutækinu ölvaður eða undir áhrifum annarra vímugjafa eða deyfilyfja. Hið sama á við um vátryggingaratburð sem er af völdum annars einstaklings sem ekur við slíkar aðstæður, ef sá tryggði hefur aðstoðað við notkun á ökutækinu, jafnvel þótt hann eða hún hafi vitað eða mátt vita að ökumaðurinn var undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa eða deyfilyfja.
3. Takmörkun skaðabótaábyrgðar þegar öryggisreglur eru brotnar eða hinn tryggði bregst skyldum sínum
3.1. Skyldur hins tryggða
3.1.1. Ökumaður ökutækisins skal hafa gilt ökuskírteini fyrir þann flokk ökutækis sem um ræðir.
3.1.2. Dyr og farangursrými ökutækisins skulu vera læst þegar ökumaðurinn yfirgefur ökutækið. Allir lyklar að ökutækinu skulu geymdir þannig að óviðkomandi einstaklingar hafi ekki aðgang að ökutækinu.
3.1.3. Varningur sem er inni í ökutækinu skal tryggilega festur þannig að hann valdi ekki tjóni.
3.1.4. Ekki má nota ökutækið til þátttöku í eða þjálfun fyrir kappakstur eða hraðaprófanir. 3.1.5. Komi til tjóns sem fellur ekki undir kaskótryggingu (CDW/SCDW) ber sá tryggði ábyrgð á öllum kostnaði sem fellur til vegna slíks tjóns, samkvæmt verðlista eða kostnaðaráætlun bílaleigunnar.
3.1.6. Leigutaka og ökumanni er skylt að fylla út og undirrita tjónaskýrslu sem bílaleigan telur fullnægjandi svo og undirrita tjónakvittun til þess að tryggingin taki gildi. Ef leigutaki og / eða ökumaður uppfylla ekki þetta ákvæði, fellur tryggingin úr gildi og leigutaki getur verið fjárhagslega ábyrgur fyrir öllum tjónskostnaði allt að markaðsvirði bifreiðarinnar.
3.2. Kaskótryggingin (CDW eða SCDW) nær ekki yfir:
3.2.1. Tjón vegna stríðs, byltingar, borgarrósta/uppþota eða óeirða.
3.2.2. Tjón af völdum dýra.
3.2.3. Brunagöt á sætum, teppum, mottum eða öðrum hlutum innanrýmisins.
3.2.4. Skemmdir er aðeins varða hjól, hjólbarða, fjaðrir, topp, rafgeyma, rúður (að undanskildum framrúðum þegar viðbótartrygging er keypt), viðtæki, rafhlöður, hleðslusnúrur, hleðsluinnstungur og millistykki.
3.2.5. Skemmdir á hlutum ökutækisins, öðrum en yfirbyggingu, þegar ökutækið rekst upp undir þegar ekið er á hrjúfu eða ójöfnu yfirborði vega, þar með taldar en ekki eingöngu orsakir eins og: hryggir eftir veghefla, steinar á vegum eða við vegbrúnir, hraðahindranir eða holur. Hið sama á við um skemmdir vegna lausra steina sem lenda á ökutækinu eða í undirvagninum í akstri.
3.2.6. Skemmdir sem verða á eingöngu á rafhlöðum, hleðsluinnstungum og rafmótorum rafmagns og tvinnbíla. Slík tjónstilvik geta verið en eru ekki takmörkuð við; ranga hleðslu, árekstur eða þegar ökutækið er rekið upp undir í akstri sem og akstur á grófum vegum eða vegleysum.
3.2.7. Skemmdir vegna aksturs þar sem bannað er að aka ökutækinu, svo sem við akstur á vegatroðningum, götuslóðum, snjósköflum, ís, yfir óbrúaðar ár eða fljót, um fjörur, um upphækkaða vegi sem aðeins eru aðgengilegir á lágflæði eða aðra vegleysu.
3.2.8. Tjón af völdum vinds eða af völdum þess að sandur, möl, aska, vikur eða önnur jarðefni fjúka á ökutækið. Viðbótartrygging sem lækkar sjálfsábyrgðina fyrir slík tjón er í boði hjá bílaleigunni gegn aukagjaldi.
3.2.9. Öll tjón sem verða þegar ökutækinu er ekið í vatni, í ám, lækjum sem og öll tjón sem verða þegar vatn flæðir inn í ökutækið, vélarrými eða aðra hluta þess.
3.2.10. Skemmdir af völdum sjóúða eða sjóvatns ef ökutækið er flutt sjóleiðina.
3.2.11.Skemmdir sem stafa af því að einstakir hlutar ökutækisins týnast eða er stolið.
3.2.12. Skemmdir sökum vítaverðs gáleysis hafa í för með sér að réttur til bóta fellur niður.
3.2.13. Skemmdir á vél eða öðrum vélarhlutum vegna skorts eða rangri notkun á; smurefnum, olíu, kælimiðlum eða eldsneyti.
3.2.14. Þurfi bílaleigan að sækja ökutækið, eða láta sækja það, vegna áreksturs, slyss eða í tilviki rafmagnsbíla sem eru með tóma rafhlöðu skal leigutaki bera allan kostnað sem af því hlýst, samkvæmt verðskrá bílaleigunnar hverju sinni.
3.2.15. Að öðru leyti vísast í almenna skilmála og skilyrði fyrir kaskótryggingu.
4. Vátryggjandi
4.1. Vátryggjandi er Tryg Forsikring - fyrirtækjanúmer 989 563 521. Heimilisfang: Folke Bernadottes vei 50, Postboks 7070, 5020 Bergen, Noregur.
4.2. ALP hf. er aðeins milliliður við sölu trygginga.
5. Um ágreining
Sért þú þeirrar skoðunar að tryggingafélagið hafi gert mistök í tilvikum sem lúta að þessari vátryggingu eða í úrlausn krafna getur þú lagt fram kvörtun til: Norwegian Financial Services Complaints Board PO Box 53 Skøyen, 0212 Osló, Noregi post@finkn.no