Bílflokkar Avis - sendibílar
Sendibílar
Sendibílar Avis er þjónusta sem gerir einstaklingum og fyrirtækjum kleift að leigja sendibíla af ýmsum stærðum og gerðum til lengri eða styttri tíma. Hægt er að bóka sendibíla í Reykjavík og er úrvalið gott og leigutími mjög sveigjanlegur, eða allt frá 4 klst og upp í 36 mánuði. Jafnframt eru þeir mjög eyðslugrannir. Flotinn svarar þeim fjölbreyttu þörfum fyrir sendibíla til flutninga á búslóðum og vörum.Litlir sendibílar eins og Renault Kangoo eru sérlega liprir og þægilegir í smáflutninga meðan stærri sendibílar líkt og Renault Master henta betur þegar flytja þarf þungan og fyrirferðarmikinn farm. VW Transporter sendibílar með kassa og lyftu eru einstaklega góður kostur til flutninga á stórum og meðalstórum búslóðum.
Til að bóka bíl í þessum flokki þarf að hafa samband við Þjónustuver Avis í síma 591 4000 eða á avis@avis.is
Til að bóka bíl í þessum flokki þarf að hafa samband við Þjónustuver Avis í síma 591 4000 eða á avis@avis.is
Flokkur XM
VW Transporter sendibílar með kassa og lyftu eru einstaklega góður kostur til flutninga á stórum og meðalstórum búslóðum. Heildarl. 6,1 m Burðarg. 870 kg Rúmm. 13 m3 Vörurými: L: 3,48 m B: 1,98 m H:1,9 m. Útleigustaður og skil: Höfuðborgarsvæðið.
Lágmarksaldur ökumanns: 20 ára
Vinsamlegast athugið að bifreiðarnar sem sýndar eru hér að ofan eru dæmi um bíla innan bílaflokka. Við getum ekki ábyrgst að þú fáir nákvæmlega sama módel og árgerð.
Leiguskilmálar á Íslandi
Til að leigja bíl hjá Avis þarf ökumaður að vera orðinn 20 ára en 23 ára til að leigja jeppa og smárútu. Hægt er að leigja ákveðna jeppa frá 20 - 22 ára. Í þessu tilfelli er rukkað aukalega fyrir ungan bílstjóra 1.000 kr. á dag.
Sjá nánar leiguskilmála hjá Avis á Íslandi hér og bókunarskilmála hér.