Vel eknir bílar með reynslu
Avis bílasala
Gerðu frábær kaup með bíl frá Avis
Notaðir bílaleigubílar frá Avis eru frábær kaup enda eru allir okkar bílar undir ströngu gæðaeftirliti frá viðskiptavinum og fagfólki. Því er alltaf öruggt að bílarnir eru í toppstandi og hafa verið þjónustaðir reglulega.
ÞEGAR ÞÚ SMELLIR Á HNAPPINN HÉR FYRIR NEÐAN FERÐ ÞÚ BEINT INN Á HEIMASÍÐU AVIS BÍLASÖLU - ÞAR FINNUR ÞÚ AUÐVELDLEGA ÞANN EINA RÉTTA.
SÖLUSTAÐIR: Bílasala Reykjavíkur - Bílasala Íslands - Toyota Selfossi - Bílasala Akureyrar - Litla bílasalan og Toyota Keflavík.
Avis býður upp 6 mánaða ábyrgð
Nú eru Avis bílaleigubílarnir komnir í sölu en á hverju hausti þurfa bílaleigur að minnka flota sinn og selja út bíla svo hægt sé að endurnýja fyrir næsta háannatímabil.
Bílaleigubílar betri en aðrir notaðir bílar
Það sem gerir bílaleigubíla betri en aðra notaða bíla er að þeir eru eknir mikið á stuttum tíma og því er eingöngu um langkeyrslu að ræða. Það tryggir að þeir eru vel eknir.
Bílvélar slitna mest frá því að þær eru ræstar og þar til vinnsluhita er náð. Þessi akstur gerir það að verkjum að allir ættu að vera öruggir þegar þeir kaupa bíl frá Avis.
Við ábyrgjumst góð gæði og fjölbreytt úrval
Avis býður nú upp á 6 mánaða ábyrgð á vél og drifbúnaði, eða allt upp að 7.500 km frá söludagssetningu undanskilin eru þau atriði sem teljast til eðlilegs viðhalds bifreiða, sbr. þurrkublöð, perur og þess háttar.
Yfir 60 tegundir bíla eru í bifreiðaflota Avis og úrvalið því mikið. Það er næsta víst að þú finnur bílinn sem hentar þér.
Gerðu góð kaup með Avis.