Welcome to Avis

Starfsfólk AVIS á Íslandi

Bílaleiga Avis rekur rætur sínar allt aftur til ársins 1946, til borgarinnar Detroit í Michigan, sem oft er nefnd bílaborgin.
Í þessari vöggu bílaiðnaðarins gekk ungur maður að nafni Warren E. Avis með þá grillu í höfðinu að bílaleiga og flugferðalög fólks í viðskiptalífinu væri hægt að tengja saman og hafa af því lifibrauð. Fyrsta bílaleiga Avis opnaði á Willow Run flugvellinum í Detroit og samanstóð af þremur bílaleigubílum, litlum skúr og afgreiðsluborði.

Í dag ríflega 60 árum síðar er bílaleiga Avis heimsþekkt alþjóðlegt fyrirtæki sem starfar í meira en 165 löndum víðsvegar um heiminn og telur yfir 5.000 leigustöðvar. Árið 1962 tók bílaleiga Avis upp einkunnarorðin „We try harder“ sem á íslensku gæti útlagst "Við gerum betur". Í þessum orðum er fólgin sannfæring um að gott samband við viðskiptavini byggi á einbeittum vilja fyrirtækisins til þess að „Gera betur“ bæði hvað varðar þjónustu og fagmennsku.

Bílaleiga Avis hefur fjölda leigustöðva um land allt sem þýðir að viðskiptavinir geta auðveldlega fengið bíl á einum stað og skilað honum á öðrum. Viðskiptavinir geta líka treyst því að Avis er bílaleiga sem er ávallt með gott úrval af nýjum bifreiðum og vinnur stöðugt að því að gera bókun á bílaleigubíl eins aðgengilega og einfalda og kostur er.

Bílaleiga Avis er skipað öflugu þjónustuveri sem starfsfólk gerir sitt besta í að aðstoða viðskiptavini okkar. Reyndir þjónustufulltrúar bóka bíl fyrir þig hvar á landinu sem er og að sjálfsögðu einnig erlendis.

Avis bílaleiga hefur hlotið fjöldan allan af ferðaviðurkenningum og þar með fest sig í sessi sem framúrskarandi alþjóðlega bílaleiga.

 

Verið velkomin til AVIS