Forvarnir
BÆTT UMFERÐARÖRYGGI ER FORGANGSMÁL
Það er liður í stefnu Avis að stunda ábyrga ferðaþjónustu og vinna markvisst að bættu umferðaröryggi á íslenskum vegum og ferðamannastöðum.
Með auknum fjölda ferðamanna, allt árið um kring, eykst ábyrgð okkar að upplýsa viðskiptavini okkar um umferðaraðstæður og reglur með skýrum og markvissum hætti. Það er algjört forgangsmál hjá okkur.
Hér neðar má finna helstu forvarnarverkefni Avis á Íslandi en auk þess er á enska hluta þessarar síðu ítarleg upplýsingasíða um umferðaröryggi- og forvarnir.
Driving in Iceland
Með hverri leigu fylgir upplýsingaheftið "Driving in Iceland" þar sem farið er yfir íslenskar akstursaðstæður.
Í heftinu má finna upplýsingar um blindhæðir, malarvegi og fjallavegi sem og lögð er áhersla á hvers ber að varast við íslenskar veðuraðstæður. Íslenskt rok getur komið á óvart, frostið er oft lúmskt á vegunum og mikilvægt er að ljósbúnaður sé ávallt í lagi.
Bæklingurinn kemur út á fimm tungumálum.
"BE SMART - BE SAFE"
Vegna fjölda ábendinga um hættuna sem skapast þegar ferðamenn leggja bílum sínum á miðjum vegi, höfum við sett upp speglahanka í alla bílaleigubíla fyrirtækisins með skýrum skilaboðum um hvernig skuli fylgja settum umferðarreglum og forðast slíkar aðstæður.Á hönkunum má sjá slagorðið „BE SMART – BE SAFE“ og leiðbeinandi upplýsingar um hvernig leggja eigi bílnum á öruggan máta.
Spjaldið er á ensku.
Hraðahámörk
Hraðahámörk á Íslandi eru ólík því sem gengur og gerist erlendis enda engar hraðbrautir og nokkuð um malarvegi.Allir ferðamenn fá upplýsingabækling um hraðahámörk og hvernig sektum er háttað ef viðkomandi fær hraðasekt. Einnig er farið yfir helstu atriði trygginga og yfir hvað þær ná.
Bæklingurinn er á ensku.
Stýrisspjald í alla fólksbíla
Í alla fólksbíla og smærri jeppa hengjum við stór og áberandi upplýsingaspjöld á stýrið.Spjöldin geta ekki farið framhjá fólki og þarf að fjarlægja þau sérstaklega til að komast að stýrinu.
Á spjaldinu er lögð áhersla á við hvaða aðstæður bíllinn hentar í akstur og almenn öryggisatriði eru ítrekuð.
Spjaldið kemur út á ensku.
Veðurviðvaranir
Reglulega berast okkur veðurviðvaranir frá Veðurstofu Íslands og/eða www.safetravel.is sem við miðlum til allra í framlínu okkar hratt og örugglega. Allir starfsmenn Avis sem eiga samskipti við viðskiptavini eru því vel upplýstir af komandi veðurbreytingum og upplýsa viðskiptavini um leið og bíll er sóttur.Auk þess fara tilkynningar á samfélagsmiðla Avis.